Okkur þykir tímabært að beina athyglinni frá sörum og jóla hlaðborðum að öðru talsvert heilsusamlegra efni… nefninlega kynlífi.
Þessvegna langar okkur að gefa nokkrum lesendum ELDHEITAN LEIÐARVÍSI AÐ LEYNDARDÓMUM KYNLÍFS.
Bókin kom út nú fyrir jól en hún er skrifuð af ritstjórn bandaríska tímraritsins Cosmopolitan sem hefur lengi verið sneisafullt af hverskonar heilræðum fyrir þetta svið.
Í bókinni er einkar viðkvæmum spurningum svarað en eins og flestar konur vita gerast stundum hlutir í kynlífi sem eru of vandræðalegir jafnvel til að deila með nánustu vinkonunum. Fyrir utan að í mörgum tilvikum vita þær ekki svarið. En þú getur ávallt treyst á Cosmó til að gefa þér hreinskilin ráð. Því til sönnunar, haltu áfram að lesa því við munum deila með þér kynlífsáhyggjum sem hafa brunnið á lesendum í gegnum tíðina – og bókin veitir að sjálfsögðu traustvekjandi svör.
Hér eru tvö dæmi:
SPURNING: Ég hef heyrt að karlmenn ættu að gera Kegal æfingar, er það satt?
SVAR: Já! Sömu æfingarnar og sérfræðingar mæla með fyrir konur til þess að auka kynferðislegan unað (og heilsu) geta gagnast karlmönnum. „Karlmenn eru með grindarbotnsvöðva eins og konur,“ útskýrir Marc Goldstein, yfirskurðlæknir á æxlunarfærum karla á New York Presbyterian spítalanum við Weill/Cornell læknastöðina í New York borg. Með styrkingu þessara vöðva með Kegal æfingum geta menn fengið betri stinningu limsins og jafnvel losnað við ótímabært sáðlát, að hans sögn. Til að staðsetja vöðvana segðu honum þá að halda í sér þegar honum er mál að pissa. Hann ætti að herpa sama vöðvana og halda stöðunni í þrjár sekúndur og vinna sig upp að því marki að endurtaka þessa æfingu daglega í 26 skipti, hvert á fætur öðru.
SPURNING: Ég verð æst þegar ég er á blæðingum. Er í lagi að stunda kynlíf þá eða mun honum þykja það ógeðslegt?
SVAR: Eina leiðin til að vera viss um hvað honum finnst er að spyrja hann. Ef hann er til getið þið haldið ykkur við trúboðastellinguna. „Blóðflæðið getur minnkað ef þú liggur á bakinu,“ segir dr. Patricia Taylor. En ef þú skiptir um stellingu, haltu þá blóðinu í skefjum með álfabikarnum (bikar sem safnar blóðinu og fæst t.d. hjá femin.is) og settu hann inn áður en keleríið hefst.
Mundu bara að það hefur ákveðna kosti í för með sér að stunda kynlíf á þessum tíma mánaðarins – það minnkar tíðakrampa hjá sumum konum- þá er mögulegt að verða ólétt. Þar að auki eru meiri líkur á HIV smiti því vírusinn á auðveldara með að fara út í blóðið þar sem líning legsins er ekki til staðar. Annað í stöðunni er að prófa getnaðarvarnarpillu sem veldur því að þú sleppir alfarið blæðingum.
Til að eiga möguleika á heimsendu ókeypis eintaki er að smella á Facebook síðuna okkar – láta sér líka við hana og skilja eftir athugasemd við myndina af bókarkápunni.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.