Jæja stelpur, þá erum við búnar að draga nöfn þeirra heppnu sem fara í spray-tan hjá Snyrtistofunni Mizu.
Smelltu til að gá hvort það sé mynd af þér!
Mundu bara að:
1. Fara í sturtu og nota skrúbb áður en þú ferð í spray tan.
2. Bera á þig body lotion eftir sturtuna. Húðin verður að vera mjúk og laus við þurrkubletti til að útkoman verði flott.
3. Koma í dökkum og víðum fötum.
4. Bíða í 8 kls og fara svo í sturtu (allt í lagi líka að sofa með efnið á sér yfir nótt).
5. Nota Body Lotion til að liturinn endist lengur 😉
ATH: Að fara í spray tan er algjörlega skaðlaust. Það má líkja því við að bera á sig bodylotion. SunFX, efnið sem stelpurnar á Mizu flytja sjálfar inn er 100% náttúrulegt, laust við parabena og önnur aukaefni. Lestu meira um það HÉR.
Við mælum með að þú notir lit nr. 1 ef þú ert með ljóst hörund fyrir.
Snyrtistofan Mizu er í Borgartúni 6 (gömlu Rúgbrauðsgerðinni og Alano húsinu). Þú sér staðsetninguna á kortinu á heimasíðunni þeirra – mizu.is. Pantaðu tíma á heimasíðunni og Elísa tekur vel á móti þér 😉
Njótið vel!!
(PS. Ef eitthvað fer ekki eins og þú vilt þá má nota sítrónusafa til að ná litnum í burtu eða bara hoppa strax í sturtu ;))
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.