Við Pjattrófur ætlum að bjóða þér og þínum í bíó að sjá nýja íslenska mynd sem fengið hefur nafnið Sumarlandið en hún er eftir verðlaunaleikstjóra sem heitir Grímur Hákonarson.
Myndin verður frumsýnd næsta föstudag en hún fjallar um venjulega fjölskyldu sem rekur óvenjulega, álfatengda ferðaþjónustu og býður upp á miðilsfundi.
Heimili þeirra er byggt utan um álfastein sem skyggn eiginkonan, Lára, metur mikils en þegar þeim býðst tækifæri til þess að selja álfasteininn dýru verði þykir eiginmanninum Óskari það býsna freistandi.
Þú átt góðan möguleika á að fá miða á myndina því við ætlum að gefa 100 lesendum tvo miða á mann.
Hér er sýnishorn úr þessari skemmtilegu mynd:
Þetta er ekki flókið: Til að fá miða skaltu smella á FB myndina hér fyrir neðan, benda öllum þínum vinkonum, systrum, frænkum og hressum frænda á Facebook síðuna okkar og svo skaltu senda okkur tölvupóst merktan Gjafaleikur #7 á pjattrofugjafir@eyjan.is með fullu nafni (nafni á Facebook) og kt. Þetta tekur svona sirka eina til eina og hálfa mínútu 😉
Við drögum út 50 nöfn á morgun og 50 seint á miðvikudag. Svo má ná í miðana til okkar á fimmtudag og föstudag (nánar um það síðar).
Miðinn gildir fyrir tvo, á sýningu að eigin vali. Ekkert stress… og þú skellir þér með ömmu, mömmu eða Fjólu frænku úr sveitinni.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.