Þá er komið að því!! Við leitum að 6 konum á aldrinum 30 ára og eldri sem vilja prófa ný dag og næturkrem frá UNA Skincare.
Nokkrar íslenskar konur prófuðu kremin meðan verið var að þróa þau og niðurstaðan var frábær – Sýnilegar jákvæðar breytingar á húðinni – Hrukkur minnkuðu, það dró úr þreytumerkjum, áferðin varð jafnari og húðin virkaði unglegri.
Nú viljum við Pjattrófur leyfa fleiri konum að njóta góðs af og köllum því eftir 6 lesendum, 30 ára og eldri, sem vilja eignast dag – og næturkremin frá Una Skincare.
Vörurnar frá UNA Skincare eru þróaðar af nýsköpunarfyrirtækinu Marinox sem hefur á síðustu fimm árum rannsakað virku efnin í sjávarþörungi sem kallast Fucus vesiculosus. Hann inniheldur mikið af lífvirkum efnum, andoxunarefnum, fjölsykrum, amínósýrum, vítamínum og steinefnum en þessi efni vinna meðal annars gegn öldrunaráhrifum á húðina, draga úr roða, litabreytingum og bólgum.
Vörurnar frá Una Skincare eru íslensk framleiðsla frá grunni og innihalda engin litarefni, ilmefni eða parabenefni.
Smelltu HÉR á FB síðu Una Skincare, smelltu á like og skildu eftir kveðju til þeirra ef þig langar að eignast þessi góðu krem!
Kremin kosta frá 5.500 – 7000 kr stk úr búð.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.