Eins og allir sem lesa Pjattrófurnar hafa eflaust tekið eftir erum við að skipuleggja meiriháttar girnilega ferð til Sevilla á Spáni.
Af þessu tilefni vildum við gefa tvö flugsæti í ferðina og fyrir rétt rúmri viku gerðum við svokallaðan Facebook leik sem gekk stórkostlega vel svo vægt sé til orða tekið.
Á rúmum sólarhring gerðu 12.000 manns like á færsluna og tæplega 5000 athugasemdir voru skrifaðar. Líkurnar á því að fá eitthvað fallegt í gjafaleik hjá Pjattrófum eru jú öllu meiri en að vinna í Lottó 😉
Sú heppna að þessu sinni heitir Sjöfn Þórðardóttir og starfar sem verkefnastjóri. Þegar við hringdum í hana áðan hélt hún að um Aprílgabb væri að ræða en svo er ekki. Sjöfn – þú ert að fara út og vonandi tekurðu mömmu, vinkonu eða einhvern sætan með.
Þið sem eruð komin í mikla Sevilla stemmningu ættuð svo bara að kýla á þetta og bóka. Ferðin kostar 82.000 kr (mv. 15.000 vildarpunkta), innifalið er flug, flugvallarskattar, fararstjórn og gisting á 4 stjörnu hóteli ásamt morgunverði.
Þú þarft ekki að reiða upp veskið og skella seðlunum á borðið, ef þú átt kreditkort þá getur þú til dæmis borgað ferðina í þremur skömmtum sem gerir um 27.000 á mánuði. Þarft bara að fara á skrifstofuna og borga.
Annars er hægt að kýla á þetta og bóka strax HÉR.
Við óskum Sjöfn innilega til hamingju með gjöfina og vonum að hún njóti ferðarinnar til hins ýtrasta. Þú ert heppin Sjöfn af því Sevilla er ein æðislegasta borg sem við höfum komið til.
Við erum jú ekki að gefa þér ferð til Svalbarða og þú losnar við þetta leiðindaveður sem hefur verið hér á landi að undanförnu 😉
NJÓTTU!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.