Jæja stelpur. Þá er komið að ellefta FB gjafaleikunum okkar og núna langar okkur að gefa þessa ótrúlega flottu skartgripi frá Uppsteyt en það eru gullsmiðirnir hjá Jens sem standa á bak við þessa hönnun.
Gripirnir eru að verðmæti 23.000 kr en við munum fljótlega draga út eina heppna vinkonu sem fær þessa fallegu hluti.
Það sem þú átt að gera til að vera með er að fara HINGAÐ á FB síðu Uppsteyt og gera LIKE á síðuna þeirra. Svo munu Pjattrófurnar velja vinningshafann innan tíðar… spennandiiii….
Sumar okkar eiga eflaust ömmur sem hafa einhverntíma sagt “Heyrðu, vertu nú ekki með þennan uppsteyt góða” en uppsteyt þýðir einmitt uppreisn og með því er vísað til þess að hér sé um óvanalega gripi að ræða.
Meira um fallega skartið frá Uppsteyt má lesa og skoða á heimasíðunni uppsteyt.is
2 comments
Myndi ekki láta sjá mig lifandi með öðruvísi skartgripi en frá Uppsteyt eða Jens!! klárlega uppáhalds!!! 🙂
Glæsilegir skartgripir ..