Jæja elsku vinkonur! Vinir okkar hjá Bláa Lóninu vilja bjóða þremur heppnum vinkonum Pjattrófanna á Food and Fun miðvikudaginn 9, fimmtudaginn 10, föstudaginn 11 eða sunnudaginn 13 mars.
Bláa Lónið er í fyrsta sinn þátttakandi í Food and fun matarhátíðinni sem haldin verður dagana 9.-13 mars.
Það er japanski SUSHI kokkurinn Kaz Ocokhi sem á og rekur veitingastaðinn Kaz Sushi Bistro í Washington DC en hann verður gestakokkur á Lava í Bláa Lóninu.
Eins og nafn veitingastaðar hans gefur til kynna sérhæfir Kaz sig m.a. í Sushi og verður úrval af Sushi réttum á Food and fun matseðli Bláa Lónsins. Kaz er fæddur og uppalinn í Nagoya í Japan. Hann nam matreiðslu í Tsuji Culinary Institute in Osaka, sem er einn virtasti matreiðsluskóli Japan, þar sem hann sérhæfði sig í Sushi gerð.
Veitingastaðurinn hefur hlotið fjölda viðurkenninga og m.a. hafa samtök veitingamanna á Washington DC svæðinu valið Kaz Sushi sem einn af fimm bestu veitingastöðum svæðisins auk þess sem matseðlinum hefur verið lýst sem nýstárlegum og framsæknum. Kaz vinnur með japanskar, vestrænar og alþjóðlegar matargerðahefðir til að skapa það sem hann lýsir sem „freestyle“ japanskri matargerð – á hefðbundnum grunni en með nútímalegri framsetningu.
Food and fun matseðillinn verður í boði frá 9.-13. Mars:
- Marineraður (Ceviche) lax og hörpuskel
- Humar misó-súpa
- Túnfisk tartar salat
- Blandað Sushi
- Skyr og bláber
Til að taka þátt í þessum gjafaleik þarftu ekki að gera annað en “læk” og “share” og svo drögum við út nöfn þriggja heppinna kvenna sem fá líka að bjóða lukkunar pamfíl með í Sushi. Semsagt, þrjár fá frítt fyrir tvo út að borða.
Auðvitað mælum við með því að þær heppnu bóki borðið sitt sem fyrst og taki svo tíma áður en farið er á LAVA til að njóta sín í Bláa Lóninu.
Nánari upplýsingar má finna á www.bluelagoon.is
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.