Raunveruleikastjarnan Giuliana Rancic segir að til að hjónabandið gangi þá verði það einfaldlega að vera númer eitt.
Giuliana hefur verið gift eiginmanni sínum Bill Rancic síðan árið 2007 og það virðist sem það styrkist ár frá ári en hjónin hafa verið í um það bil þrjú ár með raunveruleikaþátt sem heitir “Giuliana and Bill” og nýtur sá þáttur sífellt meiri vinsælda.
Í þættinum hafa þau leyft áhorfendum að fylgjast með lífi sínu frá A til Ö en þau reyndu í mörg ár að eignast barn og fóru í margar frjósemisaðgerðir en Giuliana missti fóstur einu sinni.
Þegar þau ákváðu að fara í síðasta skiptið í frjósemismeðferð þá kom í ljós að Giuliana var með brjóstakrabbamein og setti það allar áætlanir þeirra um barneignir á bið eða þar til að þau ákváðu að láta aðra konu ganga með barn þeirra fyrir þau, svokallaða staðgöngumóður. Duke sonur þeirra kom svo í heiminn í fyrra og eru Giuliana og Bill alsæl með frumburðinn en þó að þau elski hann af öllu sínu hjarta er hann ekki í fyrsta sæti hjá þeim heldur öðru þar sem sambandið er nr. 1.
Þetta sagði Giuliana í viðtali á dögunum:
Við erum hjón en einnig bestu vinir og það er frekar fyndið að þegar að hjón eða pör eignast börn þá setja þau yfirleitt barnið fyrst og hjónabandið í annað sæti. Það virkar fyrir suma en fyrir okkur gengur best að setja hjónabandið í fyrsta sætið og Duke í það seinna. Það BESTA sem við getum gert fyrir hann er að eiga sterkt og hamingjusamt hjónaband.
Margir sérfræðingar eru sammála Giuliönu því að það segir sig sjálft að ef þú ert hamingjusöm/samur þá verður þú betra foreldri fyrir vikið og börn hafa líka gott af því að vita að þau eru ekki alltaf í fyrsta sæti. Mikilvægt sé að eiga svokölluð “stefnumótakvöld” þar sem börnin eru ekki rædd og þið talið um ykkur og ykkar áhugamál.
Við verðum semsagt að passa að setja börnin ekki alltaf í forgang því þá eigum við það til að gleyma okkur sjálfum og vanrækja okkur sjálf. Með því að setja þig og makann þinn í fyrsta sæti ertu að gera heimilið að hamingjusömu umhverfi fyrir barnið og alla fjölskylduna.
Að sjálfsögðu eru ekki allir á sama máli og Giuliana veit að hún hefur opnað fyrir umræður sem munu fá marga til að hafa sínar skoðanir á þessu máli.
Hvað finnst þér? Segðu okkur þína skoðun á Facebook síðu Pjattrófanna.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig