Ein smartasta kona sem ég hef rekist á er hún Giovanna Battaglia.
Giovanna byrjaði feril sinn sem fyrirsæta hjá D&G en starfar í dag sem stílisti hjá L’Uomo Vogue.
Giovanna er með frábæran stíl, alltaf einstaklega dömuleg og elegant án þess þó að vera “boring…Og daman er þekkt fyrir að sjást hlaupandi um á háum hælum, eitthvað sem afar fáar konur geta gert.
Hún er einn af fulltrúum tískunnar -en aldrei fórnarlamb heldur kemur hún alltaf fersk inn með sinn eigin fatastíl sem er mjög fjölbreytilegur. Hún klikkar aldrei á fylgihlutunum, töskurnar eru alltaf fullkomnar við fatnaðinn -en myndirnar segja ansi mikið um stíl hennar.
Heimasíða Giovönnu er hér
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.