Máttur hormónagjafar og lýtaaðgerða er svakalegur og er Gigi Gorgeous gangandi sönnun á því.
Þessi svakalega skutla, sem áður hét Gregory Lazzarato, hefur gert garðinn frægan með Youtube rásinni sinni sem hún byrjaði með í ágúst 2008 þegar hún var aðeins 16 ára gömul (en þá var hún ennþá karlkyns) að sýna make-up rútínuna sína.
Í framhaldinu hélt hún áfram að koma með make-up og hár video og fljótlega fóru að koma videoblogg færslur inná milli þar sem hún ræðir t.d. um hvað það er mikið vesen að vera trans, eins og til dæmis vegna klósettferða (þá ekki búin að fara í kynskipta aðgerðina) og um hitt og þetta.
Fyrir ári síðan kemur Gigi svo „útúr skápnum“ og tilkynnir að hún sé transgender. Hún hafði fyrir það (alveg pottþétt) verið í hormónameðferð því röddin hennar hafði breyst svo svakalega frá því að maður byrjaði að horfa á fyrstu myndböndin.
Stuttu seinna fór hún í fegrunaraðgerð á andliti þar sem hún lét laga ennið, nefið og hökuna. Svo fór hún líka í brjóstastækkun og hefur látið bæta í varirnar sína, hún var rosalega glöð með þessar aðgerðir og segir frá þeim á Youtube (myndbandið er hér neðar á síðunni).
Ég verð að segja að mér finnst alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera með hormónum og aðgerðum. Mér finnst þetta svo magnað að ég er orðin algjörlega heilluð af þessari konu og hvernig röddin, útlitið og fasið hefur breyst með árunum hjá henni.
Í dag er varla vottur um að hún hafi nokkurn tímann verið karlmaður. Hún á góðan kærasta sem er einkaþjálfari og er bara alveg svakalega mikil skvísa, svona Barbí týpa.
Svo er ekki leiðinlegt að segja frá því að Gigi hefur hagnast mjög vel á Youtube rásinni sinni og þarf víst ekki að hafa áhyggjur af peningum í nákominni framtíð. Frábær stelpa!
[youtube]http://youtu.be/hSsQqkzLXuU[/youtube]
Gigi talar um fegrunar aðgerðir sem hún lét gera á andliti.
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður