Í breyttum lífsstíl var fyrsta regla hjá mér að falla ekki í sjálfsblekkinguna sem felst í því að drekka sykurlaust gos, borða sykurlaust nammi og fleiri afurðir sem uppfullar eru af eitrinu aspartame –og halda að það sé hollt vegna þess að það er laust við sykur.
Málið er nefnilega að aspartame er óhollara en sykur, fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á þetta og hægt er að tengja marga sjúkdóma sem beina afleiðingu mikillar gervisykurneyslu.
Aspartame er jafnframt ávanbindandi, fólk grípur til hans þegar sykurþörf gerir vart við sig í þeirri trú að þetta sé hollari kosturinn.
Systir mín varð háð sykurlausu gosi vegna þess að henni var bannað að borða sykur og hveiti vegna meltingartruflana en það sem gervisykurinn gerði var þó að viðhalda meltingartruflunum ásamt því að hún fékk mikinn bjúg og varð í raun “þyrstari” við það að drekka sykurlaust gos.
Það svalaði ekki þorstanum heldur kveikti frekari sykurþörf. Eftir að hún hætti að drekka sykurlaust gos hefur hún grennst, er laus við bjúg og meltingin er komin í lag, enn fremur finnur hún ekki lengur fyrir þessarri miklu sykurþörf og svalar þorstanum með venjulegu vatni og líður betur.
Eftir að hafa séð breytinguna á henni styrkist ég ennfremur í þeirri trú að aspartame sé óhollt og jafnvel skaðlegt efni sem ótrúlegt er að ekki er búið að banna í framleiðslu matvæla.
Ef þú vilt eitthvað sætt en raunverulega hollari kost þá skaltu velja hrásykur, hunang eða hlynsýróp framyfir gervisykur. Nýjustu rannsóknir sýna meira að segja að Agavesýrop er alls ekki eins hollt og af er látið og þessir kostir sem ég taldi upp eru betri.
Algengar vörur sem innihalda aspartame og ber að varast eru:
- Allir sykurlausir gosdrykkir
- Sykurlaus Svali
- Skyr.is og margar aðrar sykurlausar mjólkurvörur
- Extra tyggjó og flest “sykurlaust” nammi
Lesið innihaldslýsingar á “sykurlausum” vörum. Aspartame gengur undir ýmsum nöfnum eins og E951 og AminoSweet.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.