Katrín lætur gamminn geysa um gerviaugnahár og yndisleik þeirra:
Konur sem kaupa sér maskara í þeirri von að augnhárin verði eins og í auglýsingunni verða oft fyrir vonbrigðum þegar þær sjá útkomuna.
Ég meina, kommon, það er enginn með svona augnhár!
Ég vildi að ég ætti núna allan peninginn sem ég hef eytt í maskara einmitt á þessum forsendum. Loforðin um að aughárin verði þykk, löng og þétt eru iðulega svikin. Staðreyndin er sú að nánast undantekingalaust eru módelin með gerviaugnhár sem fylgir auðvitað ekki sögunni – svo eru myndirnar fótósjoppaðar til helvítis í ofanálág.
Svo eru það Hollywoodstjörnunar sem alltaf eru ógeðslega sætar – en þær fara flestar ekki úr húsi nema vera með gerviaugnhár. Meira að segja Solla stirða er með gerviaugnhár!
Ég hef einmitt nýverið lært að nota gerviaugnhár – og o my god hvað þau breyttu lífi mínu! Ef ég er með ljótuna skelli ég bara augnhárunum á mig og verð fabjúlus. Þetta er líka miklu minna mál en ég hélt! Galdurinn er að kaupa aughár sem ná ekki alla leið í innri augnkrókana. Hægt er að kaupa augnhár sem ná ekki alla leið en ef þið kaupið heil augnhár má bara klippa aðeins af þeim. Passið bara að klippa réttu megin… Flipparar geta líka keypt sér extra löng hár, með steinum, fjöðrum, glimmeri eða marglit!
Síðan er að setja þau á. Það krefst æfingar til þess að verða fullkomið, ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið snillingur frá fyrsta degi. En þetta krefst smá lagni sem er ekkert mál að temja sér:
- Hafðu við höndina feluspennu sem þú ert búin að þvinga í sundur.
- Taktu gúmmíið af beina endanum.
- Fyrst er límið sett á, bara mjó og jöfn rönd, aðeins innan á þeim megin sem ekki sést þegar þau eru komin á.
- Límið þarf að þorna aðeins, í svona 10-15 sekúndur.
Þá er komið að erfiðasta kaflanum:
Stattu þétt upp við spegilinn og tylltu augnhárunum eins nálægt hársrótunum og þú getur, svo tekurðu
feluspennuna og ýtir augnhárunum með henni alveg á réttan stað.
Mér finnst best að vera búin að meika mig og dekkja augabrúnirnar þegar ég set augnhárin á. Síðan þegar augnhárin eru orðin alveg föst, best er að bíða í kannski 10 mínútur til að vera viss, set ég augnmálninguna,
púður og kinnalit. Ekki gleyma að renna nokkrum sinnum með maskara yfir augnhárin bæði áður og eftir að þú festir augnhárin á, það sameinar gervihárin og þín eigin og útlokar að nokkur eigi eftir að efast um að þú sért bara naturally svona fabjúlus!
Og alls ekki henda augnhárunum eftir notkun – þú bara þværð þau varlega uppúr volgu vatni og jafnvel smá sápu, skolar vel og lætur þorna. Ég hef notað hver par alveg uppí 5-6 sinnum.
Kveðja,
Katrín Bessa
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.