Ég er persónulega alveg svakalega lítið fyrir samsæriskenningar en þegar kemur að Hollywood eiga einhverra hluta vegna allt aðrar reglur við.
Við vitum öll að fræg pör eru, að einhverjum ástæðum, eitthvað svo miklu betri en venjulegt, hversdagslegt stakt frægt fólk. Vissulega fylgdumst við öll með bæði Kim og Kanye áður en þau byrjuðu að slá sér upp en einhvernveginn varð áhuginn þúsund sinnum meiri eftir að þau byrjuðu saman, það sama á við um Brad og Jennifer…og Brad og Angelinu, Milu og Ashton, Beyonce og Jay-Z og svo framvegis.
Stóru karlarnir í Hollywood tóku eftir þessu aðdráttarafli frægra para fyrir nokkru síðan og lengi vel hefur það verið stundað að einhverju leyti að búa til pör sem hafa þann eina tilgang að annað hvort kynna nýtt efni eða færa umtalið frá einhverju öðru óhagstæðara slúðri.
Hér eru þau Hollywood pör sem hafa verið hvað umtöluðust hvað þetta varðar. Vafi leikur á um hvort samböndin hafi verið ekta eða hreinlega búin til í Hollywood.
1. Kaley Cuoco og Henry Cavill
Henry Cavill var ekki á allra vörum áður en hann tók að sér hlutverk í Superman myndinni Man of Steel, sem kom út á seinasta ári. Margir vita hins vegar hver Kaley Cuoco er, þó að allir kannist ekki við nafnið, en hún fer með eitt af aðalhlutverkunum í The Big Bang Theory.
Kaley og Henry sáust fyrst saman seinasta sumar rétt eftir að frumsýning Man of Steel hafði floppað. Þau sáust nokkrum sinnum saman eftir það og voru hundelt hvert sem þau fóru af paparazzi-ljósmyndurum. Tveimur vikum eftir að þau sáust fyrst saman var send út yfirlýsing þess efnis að þau væru hætt saman.
Það eru margar kenningar um að þetta hafi verið svokallað PR-samband vegna tímasetningarinnar. En þau sáust saman stuttu eftir að frumsýningin á Man of Steel floppaði og héldu margir að þetta hafi verið gert til að auka áhugann á Henry Cavill og þar með áhugann á myndinni.
Vegna tengingarinnar; Superman er teiknimyndasaga og þátturinn sem Kaley leikur í er um fólk sem hefur meðal annars áhuga á ofurhetjum og teiknimyndasögum. Vegna lengdarinnar; þau voru saman í tvær vikur en sáust samt mikið saman.
Flestir hefðu haldið svona stuttu sambandi innandyra og Kaley hefur meira að segja sagt sjálf að samband hennar við Johnny Galecki (annan aðalleikara í The Big Bang Theory) hafi farið leynt vegna þess að þau fóru aldrei neitt saman en það samband entist í 1-2 ár. Að vísu eru líka sögusagnir um að Kaley hafi bara sagt að hún og Johnny hafi verið saman til þess að drepa niður sögusagnir um að hann væri samkynhneigður.
2. Taylor Swift og Harry Styles
Ó Haylor, parið sem sannfærði mig um það að það væru til gervi-sambönd í Hollywood.
Þau hafa bæði gert mikið í því að láta heimsbyggðina halda að lag Taylor “I Knew You Were Trouble” væri um Harry Styles. Staðreyndin er sú að þau sáust seinast saman á gamlárskvöld 2012 þar sem þau deildu mjög svo opinberum kossi saman á Time Square. “I Knew You Were Trouble” kom út í október sama ár. Það er því frekar undarlegt Taylor hafi verið búin að semja lag og gefa það út á svipuðum tíma og orðrómur um samband þeirra hófst.
Þau hafa oft verið spurð út í lagið en aldrei bent á þá staðreynd að það hafi komið út á svipuðum tíma og þau áttu að hafa verið að byrja saman. Taylor hóf meira að segja eina tónleika á því að tala með breskum hreim. Líklega til þess að kynda undir sögusagnirnar.
Fjölmiðlar hafa fjallað um sambandslitin eins og þau hafi verið mjög subbuleg. Staðreyndin er hins vegar sú að Taylor og Harry eiga sameiginlegan besta vin, Ed Sheeran, og fjöldinn allur af heimildum vísa á að þau heilsist alltaf og spjalli þegar þau hittist á opinberum viðburðum. Svo eru húsin þeirra í LA víst mjög nálægt hvort öðru.
Hljómsveitarmeðlimir Harry Styles virtust líka ekki vera neitt of glaðir með ráðahaginn. Styður það líklega þær sögusagnir að Harry sé nú þegar í sambandi sem hann má ekki segja frá:
Við skulum svo alveg sleppa að minnast á önnur tilbúin sambönd sem talið er að annað hvort Taylor Swift eða aðrir meðlimir One Direction hafa verið hluti af, annars yrðum við hér í allan dag!
3. Bradley Cooper og Jennifer Lawrence
Þau voru aldrei “saman-saman” en við sáum öll greinarnar um að þau gætu verið saman og sögurnar um að þau væru að deita. Jennifer er náttúrulega alveg frábær en hún opnaði sig í viðtali við MTV og sannaði þar með kenninguna um tilbúnu samböndin í Hollywood. Stundum eru þau búin til af slúðurblöðum og stundum af kynningarfulltrúum og markaðsstjórum.
“Kynningarfulltrúinn minn sagði mér að eitthvað tímarit ætlaði að skrifa grein um að eitthvað væri á milli annaðhvort mín og Sam Claflin (The Hunger Games) eða á milli mín og Bradley Cooper og að ég fengi að velja um hvorn þeir skrifuðu. Ég valdi Bradley Cooper af því ég elska Lauru Haddock (unnustu Sam Claflin) svo mikið.”
4. Rock Hudson og Doris Day
Líklega frægasta og fyrsta “faux-mance” sem Hollywood setti saman. Þó að algengt sé að Hollywood pari fólk saman til að skapa umtal þá er það líka gert til að drepa umtal og þá oftast umtal um kynhneigð.
Rock Hudson var auðvitað ímynd alls sem var karlmannlegt á 6. áratug seinustu aldar og þess vegna var mjög mikilvægt að halda samkynhneigð hans leyndu. Rock Hudson átti nokkur “beard” fyrir utan Doris og var meira að segja giftur Phyllis Gates í nokkur ár. En hann giftist henni þegar mikið var spáð í af hverju þessi myndarlegi maður að nálgast þrítugt væri enn einhleypur.
Doris og Rock voru mjög góðir vinir allt þar til hann dó úr AIDS árið 1985. Hann kom aldrei opinberlega út úr skápnum þó margar öruggar sannanir séu til um samkynheigð hans.
5. Kristen Stewart og Robert Pattinson
Flestir sem halda að þetta samband sé búið til í Hollywood eru samt á því að á einhverjum tímapunkti hafi Robert og Kristen fallið fyrir hvoru öðru. Rökin sem fólk færir fyrir því að sambandið sé tilbúið eru þau að aðdáendur vildu að þau tvö væru saman og alveg frá byrjun myndanna var spennan á milli þeirra tveggja umtöluð og “hæpuð” upp af fjölmiðlum. Meira að segja þó að þau bæði hafi verið í samböndum þegar fyrsta Twilight myndin kom út.
Það var ekki fyrr en eftir að önnur myndin kom út sem þau voru bæði einhleyp og það var ekki fyrr en tveimur árum seinna, eða 2011 sem þau komu í fyrsta skipti opinberlega fram saman. Þó að þau hafi oft sést saman fyrir það og það hafi almennt verið vitað að þau væru í sambandi.
Önnur svipuð sambönd sem hafa vakið spurningar eru sambönd Zac Efron og Vanessu Hudgens og Ian Somerhalder og Ninu Dobrev.
6. Lance Bass og Danielle Fishel
Boybönd og bearding virðast fara svolítið of vel saman. Þó að samband Danielle og Lance hafi ekki verið eiginlegt bearding í þeim skilningi að Lance hafði ekki komið út úr skápnum og samband þeirra var ekki búið til af umboðsmönnum og markaðsfólki og plötufyrirtækið hans vissi ekki einu sinni að hann væri samkynhneigður.
Danielle hefur sagt í viðtali að þau hafi aldrei sofið saman og að samband þeirra hafi aðallega byggst á miklum vinskap sem hélt áfram eftir að þau hættu saman. Lance fann þrýsting frá samfélaginu til að koma ekki út úr skápnum og fannst að ef hann kæmi út úr skápnum myndi hann eyðileggja feril hinna strákanna í N*Sync.
Aðrir samkynhneigðir í boyböndum sem hafa mögulega fengið beard eru Stephen Gately (Boyzone) og Mark Feehily (Westlife) en böndin þeirra voru með sama umboðsmann.
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.