Eins og oft hefur komið fram áður elska ég Miu Miu og sérstaklega svölurnar, þær eru svo fallegar!
Þar sem ég veit að ég mun aldrei eignast flík úr þeirri línu ákvað ég að taka málin í mínar hendur og búa mér bol ‘inspired by’ Miu Miu. Þetta var mun auðveldara verk en ég hélt og það getur hver sem er gert þetta!
Það sem þú þarft í verkið er:
- flík sem þú villt setja mynstrið á.
- fatamálningu og fatalím
- þykkann pappír
- dúkahníf
- semelíusteina (þarf ekki , en gerir flíkina fallegri)
- nægan tíma!
Það er mjög skemmtilegt er að gera þetta og þetta er mjög ódýrt! Allir að fara föndra 😉
Afsakið hræðileg gæði á myndunum, á mjög lélega myndavél.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.