Öll höfum við upplifað erfiða morgna, hér eru 4 atriði sem þú skalt EKKI gera ef þú vilt leggja grunn að góðum degi.
1. Ekki taka þig til með dregið fyrir gluggann.
Ef það er dregið fyrir eru meiri líkur á að þú skríðir aftur upp í. Það eru líka meiri líkur á að þú byrjir daginn á jákvæðum nótum og að þú náir að stilla líkamsklukkuna betur ef það er dregið frá. Rannsókn á vegum Northwestern University School of Medicine leiddi einnig í ljós að geislar sólarinnar í morgunsárið hjálpa okkur við að halda þyngdinni í skefjum, sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Prófaðu: Þeim mun meira ljós því betra. Dragðu því frá öllum gluggum um leið og þú ferð fram úr.
2. Þú gerir ekki vel við þig fyrr en síðdegis.
Flest leggjum við mest á okkur í vinnunni fyrir hádegi, síðan tökum við tíma fyrir okkur í hádeginu – eða þá síðdegis í kringum þrjú þegar við erum alveg að brenna út. Nýleg rannsókn á vegum University of Minnesota sýndi að þegar starfsmenn byrjuðu daginn á jákvæðum nótum voru meiri líkur á að þeir héldust í góðu skapi út daginn og urðu einnig síður fyrir áhrifum af neikvæðum samskiptum við samstarfsmenn.
Reyndu þetta: Gerðu vel við þig með latte á leið þinni til vinnu, taktu frá nokkrar mínútur til að hringja í systur þína eða hugleiddu jafnvel í smá stund – gerðu eitthvað lítið sem hressir þig við fyrir átök dagsins.
3. Þú stillir vekjaraklukkuna á 6:47.
Ekki nota “Snooze” takkann! Með því að nota hann, ýta á hann á 10 mínútna fresti þangað til klukkan slær 8, ruglar þú líkamsklukkuna. Ef líkamsklukkan er í ólagi getur orðið erfiðara fyrir þig að sofna á kvöldin.
Ráð: Farðu á fætur þegar klukkan hringir, ekki 10 til 20 mínútum seinna.
4. Það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar er að stunda líkamsrækt.
Að stökkva á fætur til að drífa sig í spinning án þess að gefa sér tíma til að borða morgunmat er ekki góð hugmynd. Ef þú gefur þér tíma til að borða 30 mínútum eftir að þú vaknar eykuru brennsluna yfir daginn. Að auki ertu búin að “fasta” um nóttina og átt eflaust ekki innistæðu fyrir spinningtíma úr orkubúi líkamans.
Það sem þú getur gert: Þú þarft ekki að borða stóran morgunmat eins og hafragraut og ávöxt. Lúka af Cheerios eða hálfur banani áður en þú ferð í ræktina ætti að duga og að sjálfsögðu vatn þar sem þú vökvaðir líkamann sennilega fyrir um sjö tímum síðan.
Lestu einnig; Umhverfið skiptir máli!, 23 merki þess að þú sért morgunmanneskja og 11 atriði sem ríka og duglega fólkið gerir fyrir morgunmat!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.