Stafrænar myndavélar má finna á allmörgum heimilum landans og fólk spókar sig gjarna með allt frá litlum sætum bleikum vélum upp í þungar og stórar vélar (sem geta reyndar þjónað ágætis upphandar leikfimistilgangi svona til lengri tíma), en það má kannski halda því fram að það sé ákveðið myndavélaæði í gangi svona miðað við græjurnar sem eru þarna úti.
Kosturinn og kannski í leið ókosturinn við stafrænar myndavélar er að maður tekur alltof margar myndir og getur ein bæjarferð innihaldið 100-300 myndir (sérstaklega þegar myndatökumaðurinn heldur að hann haldi á hríðskotarbyssu en stundum er það svoldið þannig sérstaklega þegar heyrist tigigigigigiggigigigi frá vélinni) og vandast málið hvað á að gera við allar þessar myndir þegar maður kemur heim.
En hér er hugmynd!
Gerðu klippimyndir (e. collages) úr myndunum en á einfaldan hátt er hægt að ná í forritið picasa sem er ókeypis, hlaða myndunum inn í það (reyndar er það mjög duglegt við að finna myndirnar sjálft), velja þær myndir sem maður vill nota í klippimyndina, smella á collage og bingó! Það er komin klippimynd!
Þetta er ótrúlega skemmtileg leið til að ná ákveðinni stemningu með myndum , svo sparar það líka tíma hjá fólki að fletta í gegnum myndir á fésinu. Það er hægt að gera allskonar þemamyndir og ég tala nú ekki um að gera klippimyndir af litlu börnunum okkar, matnum sem maður borðar, blómum sem maður gengur fram hjá, húsum, hurðum og ótal fleiru!
Hér má sjá YouTube myndband hvernig er hægt að gera Collage í Picasa, en einnig er ágætis google leið að segja “How to make collage in Picasa” og upp koma allskonar ráðleggingar.
Njótum sumarsins og tökum myndir!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.