Kyntröllið mikla George Clooney ætlar að ganga það heilaga á Ítalíu í næsta mánuði og meðal gesta verður ritstýran Anna Wintoure.
Að sögn kunnugra myndi hún aldrei mæta í brúðkaupið ef hún væri ekki að fara að fjalla um það í Vogue.
Tilvonandi eiginkona Georges, Amal Alamuddin, ætlar að vera í kjól sem er hannaður af Oscar de la Renta en sá mun vera góður vinur Önnu Wintour svo kjóllinn verður ekki síst áberandi í greininni.
Sjálfur mun George klæðast fötum frá hinum ítalska Armani og herlið hönnuða og stílista mun hafa flogið Ítalíu til að passa upp á að sjálfur brúðguminn og félagar hans litu sómasamlega út í vígslu og veislu.
George og Amal, sem er 36 ára, eru sögð vilja rólega veislu með nánustu vinum en ætla þó að fagna í áföngum bæði fyrir og eftir athöfnina sem mun fara fram í Feneyjum þann 20 september.
Náinn heimildarmaður sagði: „Fyllsta öryggis verður gætt og það verða bara nánustu vinir og vandamenn á svæðinu.“

Hin íðilfagra Amal Alamuddinn er ættuð frá Líbanon en er alin upp í Englandi og hefur lengst af búið í London. Hún er lögfræðingur og meðal skjólstæðinga hennar má telja Julian Assange og fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, Yuliu Tymoshenko. Hún nam lögfræði í Oxford Háskóla og New York University of Law, talar reiprennandi frönsku, ensku og arabísku. Þarna fara semsagt saman gáfur og útlit mætti telja.
Þau Amal og George trúlofuðu sig í apríl síðastliðnum eftir að hafa verið að deita í sjö mánuði. Þetta kallar maður að tvínóna ekkert við hlutina.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.