Kate Middleton er ólétt af tvíburum, samkvæmt Star tímaritinu.
Á forsíðu tímaritsins segir að hún og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Prins, eigi von á tveimur stúlkubörnum.
Ekki nóg með það – Star heldur því einnig fram að Kensington höll hafi staðfest tíðindin.
Þetta er reyndar haugalygi og fer Star þarna illa með lesendur.
Þetta er ekki fyrsta sinn sem tímaritið heldur því fram að Kate sé ólétt af tvíburum því árið 2011 hélt tímaritið því fram að Kate bæri tvíbura undir belti. Eins og alþjóð veit bar hún aðeins eitt barn síðar undir belti.
Einnig greindi Star frá því að hún væri orðin ólétt í desember á síðasta ári sem er ekki heldur rétt.
Já og Star greindi einnig frá því að Kate ætti von á stúlkubarni í febrúar á þessu ári. Já, Star greinir frá mörgu sem er hreinlega ekki satt.
Heimildarmaður náinn konungsfjölskyldunni bresku sagði í viðtali Kate ekki ólétta af tvíburum.
Þar höfum við það.
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.