Ég hef verið að skoða síma undanfarið en þróunin er svo hröð að maður tímir því varla að kaupa síma því maður er alltaf að bíða eftir næstu týpu, kannist’i ekki við það?
Þessi geggjaði, örþunni sími frá Sony Ericsson finnst mér algjört æði! Hann heitir Arc og er væntanlegur til Íslands eftir nokkrar vikur. Þetta er snjallsími með nýjasta Android stýrikerfinu, 4,2″ Reality Display skjá og 8.1 megapixla myndavél.
Til samanburðar má nefna að iPhone 4 er 137 grömm og 9.3mm á þykkt en Arc er 117 grömm og 8.7mm.
Þú getur sko allt með þessum, meðal annars tengt hann við flatskjáinn í stofunni til að skrolla í gegnum myndirnar og videoin frá seinustu helgi!
Ég er að spá í að skella mér á hann þegar hann kemur. Bara ef hann væri til í bleiku…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=gmeTvxGVzZg[/youtube] [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=JrYKmLYYTpk[/youtube]
Hver er uppáhalds síminn þinn?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.