“Það sem einkennir gæfusamt fólk er að trana sjálfum sér ekki fram og lifa fyrir aðra.”
„Leiðin að innihaldsríkri tilveru felst í því að geta starfað í auðmjúkri fullvissu um heilan innri kjarna og litla þörf fyrir viðurkenningu. Fylling lífsins felst í tóminu og tilgangur lífsins finnst iðulega í því sem virðist tilgangslaust, líkt og tómt ílát, því sem gerir það verðmætt og notadrjúgt.
Það er ávísun á gæfu að krefjast ekki umbunar vegna verka sinna og ætlast ekki til neins af striti sínu. Í því felst auðmýkt og sá þroski að geta hugsað út fyrir sjálfan sig, gefið af sér og lifað fyrir aðra. Það færir okkur skrefi nær því að komast frá hinu sjálfhverfa sjálfi að hinni göfugu heild okkar.”
Þetta skrifar Héðinn Unnsteinsson í bók sinni Vertu Úlfur en spekina má finna víðar.
Ég rakst á síðu, Random Acts of Kindness, sem er á vegum The Random Acts of Kindness Foundation. Félagið var stofnað árið 1995 og er svokallað “non-profit” félag en það vinnur að því að veita fólki upplýsingar, tæki og tól til að dreifa kærleiksboðskapnum.
Á síðunni sá ég lista með nokkrum einföldum leiðum til að gefa af sér. Að gefa getur verið svo margt, ekki einungis fjárframlag eða sjálfboðastarf. Bros, vinahót, leiðbeina, vera til staðar. Við getum öll gefið. Ég tel að kraftaverk geti gerst í lífi okkar með litlum, endurteknum, hversdagslegum gjörðum og því finnst mér tilvalið að deila hluta af þessum lista með ykkur.
1. Settu kærleikann í forgang.
2. Skrifaðu skemmtilega línu til vinnufélaga, frænda, vinkonu…
3. Brostu til 10 ókunnugra.
4. Veittu nágrönnum þínum eftirtekt, heilsaðu þeim.
5. Kauptu köku handa ókunnugum.
6. Hringdu í ömmu þína og eða afa.
7. Klappaðu einhverjum á bakið.
8. Deildu hvatningarorðum.
9. Dreifðu frostpinnum.
10. Bjóddu sætið þitt í flugvél og eða strætó.
11. Passaðu gæludýr einhvers.
12. Gefðu með þér.
13. Vertu kurteis.
14. Bjóddu góðan dag.
Að lokum ætla ég enda þetta á bestu ræðu allra tíma sem Charlie Chaplin samdi og fór með í The Great Dictator frá 1940:
“I’m sorry, but I don’t want to be an emperor. That’s not my business. I don’t want to rule or conquer anyone. I should like to help everyone – if possible – Jew, Gentile – black man – white. We all want to help one another. Human beings are like that.”
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=WibmcsEGLKo[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.