Gary Barlow úr X Factor, og þar áður hljómsveitinni Take That, segir að tónlistarmyndbönd séu orðin allt of kynferðisleg.
Sem dómari í X Factor segist hann hafa orðið sjokkeraður yfir kynferðislegu skaki unglingsstúlkna sem komu í prufur.
Hann sagði: “Við vorum með stelpur í prufum fyrir X Factor og þú trúir því ekki hvernig þær voru að skaka sér. Ég sat þarna og hugsaði bara djíses kræst.”
“Tónlistarmyndbönd í dag eru orðin svo kynferðisleg. Um daginn langaði mig til að hlusta á tónlist í eldhúsinu og kveikti á einhverri tónlistarrás í sjónvarpinu. Um leið birtist eitthvað tónlistarmyndband sem var svo dónalegt að ég varð að slökkva þar sem ég á níu ára barn sem sat við hliðina á mér”.
Hvað finnst þér?
[poll id=”34″]Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.