Þegar kemur að því að velja húsgögn utandyra er mikilvægt að velja þau sem eru vönduð og þola veðurfarið hérna á Íslandi. Nema fólk hafi góða geymslu til að geyma húsgögnin á veturna.
Plasthúsgögn hafa alltaf verið mjög vinsæl og nú eru þau hönnuð í mjög fallegum og hlýlegum stíl. Gamli hvíti plasstóllinn er sem sagt búinn að vera í bili og álstólar með plast fléttum komnir í staðinn. Stólarnir eru þétt fléttaðir og oftast í brúnum, ljósbrúnum eða grábrúnum tón. Sá grábrúni kemur sterkt inn nú í sumar því hann þykir bæði nútímalegur, auðveldur í þrifum og er mjög smart við gróðurinn í garðinum.
Tréstólar halda alltaf sínum vinsældum enda eru þeir endingagóðir, fallegir og auðvelt að halda þeim við. Nauðsynlegt er þó að bera á þá á hverju sumri ef þú vilt halda þeim fallegum.
Svo er það tekk-stólarnir. Grindin er úr áli og svo er tekk viðarplötur á setu og baki. Mjög stílhrein, einföld og falleg hönnun sem stendur alltaf fyrir sínu.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.