Að mínu mati eru Crocs skórnir með því ljótasta sem hefur verið sett á markað í heiminum.
Flíspeysur og Crocs skór eru algjörlega hámark smekkleysunar. Það getur enginn litið vel út í þessari múnderingu, hún er ekki að gera neitt gott fyrir konur sem vilja líta vel út.
Þetta eru hinsvegar ágætis vinnuskór þar sem fólk vinnur langan vinnudag og er á stöðugri hreyfingu, til dæmis á heilsugæslum, í leikskólum og fleiri stöðum. Þá er gott að hafa eitthvað létt á fótunum.
En svo ég hætti nú að tuða um ljótleika þeirra þá rakst ég á þessa snilld á einu bloggi um garða. Þarna hafði frúin fengið svona skó að gjöf og í staðin fyrir að henda þeim þá ákvað hún að reyna að nýta þá í eitthvað.
Þetta var útkoman…hreinasta snilld og pínu fyndið líka…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.