Hvern langar ekki til að geta rölt út í garð að ná í ferskt grænmeti eða jurtir?
Þetta ótrúlega sniðuga gróðurhús er ósköp einfalt að útbúa.
Það eina sem þú þarft eru nokkrar spítur og tveir gamlir gluggar. Sniðugt að fara á Sorpu og athuga með gamla glugga sem verið er að henda eða jafnvel útbúa ódýra glerglugga sjálfur.
Svo smíðarðu kassann utan um rúmmál glugganna og skellir jarðaberjaplöntum, grænmeti eða jurtum í botninn. Vökvar vel og bíður svo eftir að allt blómstri.
Stundum getur það borgað sig að leggja örlitla vinnu í ljúfa uppskeru.
Gangi þér vel!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.