Það er fátt fallegra en vel skipulagður garður en göngustígar eru yfirleitt notaðir til að komast frá einum stað til annars.
Það er þó alltaf gaman að breyta til og fara aðeins út fyrir ramman. Mynda óreglulegan göngustíg í garðinum og nota allt frá mósaík steinum, stórum steinum, hellum, spítum og eins litla fallega steina til að móta leiðina en hægt er að fá litla steina í bæði gráum, hvítum og rauðum lit.
Eins er algengt að fólk ráði til sín landslagsarkitekt. Landlagsarkitektar sjá möguleikana fyrir sér og geta leiðbeint fólki með útfærslu á görðum enda þeirra sérfag. Lýsing er einnig mjög nauðsynleg í íslenska garða. Sniðugt að hafa ljós sem lýsa við hreyfingu eða jafnvel kvikna á vissum tímum. Það er bæði mjög fallegt og eins gott fyrir öryggið að hafa góða lýsingu.