Katie Thompson er innanhúshönnuður frá Suður Afríku. Í fyrra byrjaði hún að taka gamla muni og húsgögn sem engin vildi og endurvinna á skemmtilegan hátt.
Það er alltaf gaman þegar hugvit og hönnun fer vel saman. Úr mununum hefur Katie meðal annars hannað ferðatösku-stóla, regnhlífa-ljós og fötu-fótskemla. Hönnun sína nefnir hún recycle eða ‘endurvinnsla’ – ekki flókið!
Hvernig væri að skella sér í Kolaportið, eða fá leyfi til að gramsa í geymslunni hjá ömmu eftir gleymdum gersemum og hanna eitthvað skemmtilegt – jafnvel fá fjölskylduna með sér og halda smá hönnunarkeppni heima við?
http://www.recreate.za.net/
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.