Þvílíkt konsept! Um næstu helgi opnar sérlegur pop-up veitingastaður í Game of Thrones þema í London.
Staðurinn verður opin í þrjá daga, frá 13 til 15. febrúar og þar verður mikið um dýrðir. Tilefnið er fjórða þáttaröðin á Blue-ray diskum og fleira en það er HBO sjónvarpsstöðin sem stendur fyrir uppátækinu – All men must dine!
Viðburðurinn er gerður í samvinnu við The Wandering Chef en það eru tveir farandkokkar sem hafa sérhæft sig í þessu, að opna skyndi-veitingastaði í tengslum við hina ýmsu viðburði.
Fjörið fer fram á Andaz Liverpool Street Hotel, en það er fimm stjörnu hótel í borginni og gestir hafa flestir unnið sér sæti á staðnum en þáttöku lauk í gær (sorrý).
Þemað er í raun að geta borðað eins og kóngur og maturinn verður að hætti höfðingja fyrri alda. Hausar, axlir, læri, tungur og þessháttar.
Vonandi fáum við að sjá myndir frá helginni en því miður er líklegast ekki hægt að verða sér úti um borð. Spurning að græja bara svona veislu heima í staðinn? Þekkir einhver dverg? Á einhver kórónu? Geturðu reddað elg?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.