“I have often said that I wish I had invented blue jeans: the most spectacular, the most practical, the most relaxed and nonchalant. They have expression, modesty, sex appeal, simplicity – all I hope for in my clothes.” – Yves Saint-Laurent
Lengi var hið eina sanna gallabuxnasnið í mínum huga hátt í mittið og dömulegt. En tískan breytist og dömurnar með. Einhvera hluta vegna finnst mér mjög flott núna að vera í mittislágum, þröngum gallabuxum. Eilítið rokkaðar… sumir myndu jafnvel kalla þær djarfar. Smart er klæðast við þetta skyrtu og aðsniðnum, vönduðum jakka. Það vegur salt við pönkaðar buxurnar.
Síðast keypti ég mér gallabuxur í Vero Moda, fann þar æðislegt snið. Ég á auðvitað fullt af fötum en samt aldrei neitt til að fara í.. og þá smeygi ég mér alltaf í gallabuxurnar. Þær eru látlausar, sexí og passa alls staðar.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.