Gaffall sem greiða, konfekt í klakaboxi, hveiti sem púður og kaffi í sturtunni

Gaffall sem greiða, konfekt í klakaboxi, hveiti sem púður og kaffi í sturtunni

thorunnfeature

Ég hef ætíð verið opin fyrir því að prófa mig áfram í ýmsum málum og að hugsa út fyrir rammann, ætli það fylgi því ekki að hafa hægra heilahvelið ráðandi sem er gott fyrir skapandi hugsun?

Ég hef heldur ekki alltaf verið föst á því að fylgja endilega settum reglum varðandi bara… já, ýmislegt… og ætli það sé ekki blanda af ævintýraþrá, þrjósku og forvitni að ég hef alltaf litið á áhöld sem eitthvað miklu meira en þau eru ætluð fyrir. Ég var þessi týpa sem þráði sítt hár sem barn og skellti þá bara pilsi á hausinn. Allt er hægt ef ímyndunaraflið er til staðar. Stundum er útkoman hryllingur en stundum hreinir töfrar. Maður veit það samt ekki fyrr en maður prófar. Hér eru nokkrar lausnir sem ég hef fundið út. Sumar alveg frábærar og fullkomlega komnar til að vera.

1. Gaffall

Gaffall getur verið afbragðs greiða ef þú ert einhverstaðar með hárið í flækju og enginn hárbursti nálægt. Þetta gæti til dæmis komið sér vel ef þú vaknar heima hjá hárlausum manni eða ert á leiðinni eitthvað út beint eftir vinnu og ekki með tiltæk tól og tæki í töskunn. Nota þá bara Gaffal. Svínvirkar. Fara bara varlega eins og þú myndir gera með fíngerða greiðu. Smá þolinmæði er æskileg hér og svo er kannski ekki málið að gera þetta með óhreinum gaffli, eða á veitingastað.

2. Vöfflujárn

Hér voru óvart tvö egg tvíblóma!
Hér voru óvart tvö egg tvíblóma!

Hvar væri ég án þess?! Ég hendi í vöfflur allavega tvisvar eða þrisvar í viku. Ekki af því að ég elska að baka heldur eingöngu vegna þess hversu ótrúlega fljólegt það er og svo er varla hægt að klúðra því.

Ég fæddist verulega snauð af húsmæðratöfrum en bæti þetta upp með góðu fatti og nota eldhúsáhöldin til hins ýtrasta.

Vöfflujárn er til dæmis afbragðs brauðrist og svo máttu nota hana til að grilla brauð, eða gera ommilettu! Þú blandar bara eggjum og því sem þú kýst að hafa í með ommilettunni, hellir í vöfflujárnið og
voilla!

Vöffludeigið mitt er yfirleitt afgangur af hafragraut morgunsins, 2 egg (nema það sé óvart tvíblóma eins og hér á myndinni), hörfræolía og ólífuolía eða bæði! Pínu salt, mjólk og vanillu dropar. Ég sjálf nota möndlumjólk eða laktósafría mjólk frá Örnu og blanda saman. Ég hef aldrei fylgt uppskrift, svona er þetta bara mjög gott, svo er hægt að borða þetta hnossgæti með rjóma og sultu, smjöri og osti eða hverju sem er.

3. Klakabox, til konfektgerðar og líkamsfegrunar

Áttu suðusúkkulaði? Kókosolíu? Kókosspæni? Bræða allt saman í potti og hella í klakaboxið eftir um 20 mín er komið afbragðs konfekt!

Líkamsskrúbbur: kókosolía og kaffi malað. Blandið saman og hellið í klakaboxið, svo er bara að taka með sér eitt stykki klaka í sturtuna og nudda á maga, rass og læri eða hvar sem þú óskar eftir að stinna húð og auka blóðflæði. Kaffi er nefninlega eitt aðal efnið í nýjustu kremum sem lofa þér stinnari húð og minni appelsínuhúð.

tangle4. Flókabursti

Flókabursti, eða Tangle Teezer, er geggjaður á lærin til að auka blóðflæðið svo hægt sé að sporna við bólgum og óþægindum.

Nuddaðu líka háls, herðar og bak ef vöðvabólgan angrar þig, – svo er gott að strjúka honum mjúklega yfir húðina hér og þar í létta hringi til að blóðið fari á rás, einnig er sagt að appelsínuhúð myndist síður ef blóðflæðið er gott.

5. Hveiti

Já. Og síðast en ekki síst, hveiti!

Einu sinni átti ég að fara að dæma söngvakeppni grunnskólana í Frostaskjóli. Þetta eru svona tíu ár síðan. Ég var aðeins að vinna með meik sem var ansi glansandi og átti ekki púður en það skipti mig svo mikilu máli að líta vel út og glansa ekki þannig ég greip til þess ráðs að dusta smá hveiti yfir helstu glanssvæðin! Það virkaði alveg í smá stund… þó ég mæli auðvitað ekkert sérstaklega með þessari reddingu.

Skemmtið ykkur vel í tilraunastarfseminni 😃

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest