Hann Túnfiskur litli er með krúttlegustu hundum þessa heims. Svo ófríður og svo agalega sætur á sama tíma.
Túnfiskur, eða Tuna, er af tegundinni chiweenie en það sem gerir hann svolítið ólíkan öðrum af sömu tegund er þetta svakalega yfirbit sem hann er með.
Eigandi Túnfisks tók hann að sér þegar hann var fjögurra mánaða en hún fann hann á bændamarkaði. Sá sem hafði hvolpinn til sölu hafði fundið hann við hraðbraut í San Diego en litla krílið hafði farið svo illa á dvölinni þar að hann lagðist alltaf næstum á magann þegar hann byrjaði að ganga, af innbyggðum ótta við bílana.
Eftir að hafa haft hann hjá sér í viku varð bjargvættur Túnfisks litla svo yfir sig hrifin af honum að hún vildi taka hann að sér til frambúðar. Hún segir að hann sé svo blíður og góður og ljúfur og það sést svo sannarlega á þessum myndum en þessi sæti hundur á sér fleiri þúsund aðdáendur á netinu.
Þú getur fylgst með túnfiski sæta á Instagram undir nafninu @tunameltsmyheart en þar er hann núna með jafn marga aðdáendur og búa hér á Íslandi eða rúmlega 300.000. Alla sólarsöguna um hann má svo lesa HÉR.
Algjört yndi!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.