Já ekki er öll vitleysan eins!
Nú er það allra heitasta í Bandaríkjunum að fá sér rottu sem gæludýr. Dýrin fá nafn, búr, litla bangsa til að leika sér með og jafnvel lítil sæt rottuföt.
Hér áður fyrr voru rottur einungis taldar óhreinar, óþrifaleg sníkjudýr sem ætti að hræðast en nú er öldin önnur. Fólk er alsælt með rotturnar sínar og myndar þær hægri vinstri.
Hvað finnst þér? Eru þær sætar og krúttlegar sem heimilisdýr eða lítil ljót sníkjudýr sem ætti helst að útrýma? Endilega ræðið á Facebook síðunni hjá okkur…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.