Fólk getur fundið allskonar vitleysu upp til að skemmta sér. Nýjasta æðið í USA er að mála augabrúnir á hundana sína.
Ég vil þó taka það fram að ég er sjálf stoltur hundaeigandi og er EKKI að gera lítið úr hundum. Þetta er einungis til skemmtunar held ég alveg örugglega hjá þessu fólki sem fær sig knúið til að mála hundinn sinn.
Enda segja þeir flestir að þetta sé aðeins gert daginn áður en hundurinn á að fara í bað rétt til að sjá hvort hundurinn breytist við það að fá augabrúnir. Niðurstaðan er ferlega fyndin, það er ekki hægt að segja annað. Blessuðu hvuttarnir eru komnir með grimmdarsvip, já eða sumir jafnvel hálf vorkunnarlegan svip.
Við skulum bara vona að hundasnyrtistofur fari ekki að bjóða upp á þetta á næstunni… heimurinn yrði of skrítinn með svona svipsterka hunda allt um kring.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.