Eftir að Instagram bættist í hina ofurskemmtiegu netflóru hef ég alveg gleymt mér yfir því að fylgjast með hundamyndum.
Þetta er kannski ekki alveg í frásögur færandi, nema fyrir fólk sem verður jafn hamingjusamt af því að skoða hunda (þið skiljið þetta). Ég á alveg nokkra uppáhalds hunda á Instagram og ef ég er í einhverju óstuði þá hressir það mig vanalega við að fara bara á síðuna hjá einum þessara vina minna og fletta í smá stund í gegn. Þeir eru svo sætir og krúttlegir að flestar áhyggjur hverfa bara. Maður er ekki flókinn, frekar en þeir.
Nýjustu vinir mínir á Instagram eru frekar sérstakir en það er þau Díva og Demantur. Mjög litskrúðug krútt sem eiga enn litskrúðugri mömmu.
Þessar elskur búa í Ameríku með “mömmu” sinni sem leggur gríðarlega áherslu á zpez lúkk, skæra og bjarta liti og já – húðflúr! Má ég kynna?…
...
Smelltu HÉR ef þú vilt fylgjast með Dívu og Demanti!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.