Það er ekki amalegt að vera hundur nú til dags
Fyrirtækið Best friends home sérhæfir sig í hundakofum og það engum smá “kofum”!
Hægt er að fá hundahús sem eru nútímaleg í útliti, hvít með hreinum fallegum línum. Hús sem minnir á sænskt sveitasetur, hvíta hús forseta Bandaríkjanna eða lítið krúttlegt prinsessuhús í anda ævintýranna.
Það væri nú ekki leiðinlegt að geta smellt einu svona fallegu húsi í garðinn sinn og jafnvel skapað ævintýraveröld fyrir hundinn með allskonar boltum, nagbeinum og hlaupabrautum.
Bara draumur einn og sannarlega ekki “hundalíf” fyrir besta vininn!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.