Ekki fá áfall ef þér sýnist sem vinkona þín eða vinur séu skyndilega komin með gríðarlegt spjátrungsskegg á prófílmyndinni sinni á Facebook.
Kannski er þetta bara kisi eða hvutti?
Ótrúlega skemmtilegt trend fór af stað á netinu fyrir um tveimur árum þegar Tumblr notandinn Catasters setti inn mynd af sjálfum sér með kisann sinn fyrir framan sig. Þeir voru eitthvað að kela með því að snertast með nebbanum en þegar kötturinn lítur upp er eins og maðurinn sé kominn með þetta líka rosalega skegg sem bæði Kormákur OG Skjöldur myndu öfunda hann af.
Ekki leið á löngu þar til myndin fór á flakk um netið og fleiri kisu og jafnvel hundaeigendur skelltu inn myndum. Útkomuna má sjá hér að neðan.
Við á Pjatt.is værum mjöööög til í að fá svona skeggmynd af þér með gæludýrinu þínu! Sendu okkur á pjattrofurnar hjá pjatt.is og við birtum hér á Pjattinu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.