Labradorinn Hessel og kisinn Hannes hafa verið vinir frá því Hannes kom á heimilið, þá ársgamall kettlingur.
Þeir urðu strax vinir, enda var Hannes litli vanur hundum frá heimilinu sem hann hafði áður alist upp á. Hessel hafði hinsvegar lítinn áhuga á köttum og hélt þeir væru sérhannaðir fyrir sig til að elta.
Ekki leið þó á löngu þar til Hessel tók miklu ástfóstri við Hannes, litla rauðhausinn sem elti hann hvert sem hann fór, át úr skálinni hans og svaf í rúminu hans.
Nú er þessir krúttlegu félagar sjö og átta ára, hundurinn ári eldri. Þeir hafa hægt svolítið á leiknum og elska aðallega að kúra saman.
Svo nánir eru þeir að stundum týnist Hannes. Það er leitað að honum um allt hús og oftar en ekki kemur hann í ljós einhversstaðar í kremju undir Hessel, yfir sig sáttur og malandi.
Það er ekki eins og Hessel sé mikið að spá í hvað hann er þungur en þó gætir hann alltaf varúðar með hann Hannes sinn.
Hannesi er hinsvegar alveg sama hvað Hessel er að gera þegar honum dettur allt í einu í hug að dangla í vin sinn eða láta honum bregða. Sérstaklega hefur hann gaman af því að trufla Hessel þegar hann sefur.

„Til dæmis situr Hannes á sófabríkinni þegar Hessel kemur labbandi framhjá. Þá danglar Hannes í rassinn á honum og stekkur svo strax í burtu af því hann vonast til að Hessel komi á eftir honum,“ segir eigandi þeirra félaga Bert Jonkhans.




Í gegnum árin hafa þeir alltaf haldist bestu vinir í heimi. Hannes verður samt alltaf bossinn, þó hann sé mikið minni.
Með aldrinum hafa þeir róast. Finnst skemmtilegast bara að kúra og slaka á saman.
„Við erum farin að hallast að því að Hannes haldi að hann sé hundur. Hann borðar eins og hundur, elskar vatn, elskar að hlaupa á eftir boltum, svarar þegar maður kallar nafnið hans og hatar algjörlega að vera einn.“
Hessel og Hannes eru auðvitað með sína eigin Facebook síðu sem þú getur kíkt á hér. Mikil krútt.
Tökum Hannes og Hessel okkur til fyrirmyndar og verum góð við hvort annað þó við séum ekki alveg eins…

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.