Það er ótrúlega gaman að fylgjast með hundum og eigendum þeirra.
Við vinkonurnar gerum það stundum þegar við erum á útikaffihúsum að horfa á göngutaktinn hjá hundunum og eigendunum sem labba framhjá.
Oftast er hann alveg í takt, sumir hálf hlaupa saman, aðrir skoppast um og yfirleitt er sami takturinn í göngulaginu. Taktu eftir þessu næst þegar þú ert erlendis og ert að fá þér einn svalandi drykk á útikaffihúsi, þar eru oft margir með hundana sína í göngutúr.
Eins er oft talað um að hundar líkist eigendum sínum í útliti. Fólk velji sér þá frekar hund ómeðvitað sem líkist þeim. Ætli það geti verið sannleikskorn í þessu?
Ég safnaði saman nokkrum bráðfyndnum myndum af hundum og eigendum þeirra en á mörgum myndum má sjá sterkan svip.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.