Kim Kardashian gekk að eiga sinn heittelskaða Kanye West á laugardaginn var við stórglæsilega athöfn sem fram fór á Flórens á Ítalíu.
Það virðist engu hafa verið til sparað við brúðkaupið, enda skötuhjúin ekki þekkt fyrir látleysi af neinu tagi.
Það var Givenchy sem fékk þann heiður í þetta skiptið að hanna brúðarkjól Kim og var hann hinn glæsilegasti. Þessi mynd er af lokamátun fyrir brúðkaupsdaginn.
Kim bar gríðarstórt slör þegar hún gekk inn gólfið. Bæði hárgreiðslan og blómvöndurinn var fremur látlaus.
Hér sjást nýgiftu hjónin við feiknastóran, sérútbúin blómavegg.
Kim skipti síðan um kjól fyrir veisluhöldin. Enn hafa engar myndir birst af þeim kjól svo það verður spennandi að sjá hann í heild sinni. Hér sést þó glitta í kjólinn sem virðist svipa til kjólsins sem Kim klæddist í gæsapartýinu sínu.
Kim lét það ekki nægja að glæðast hvítum gólfsíðum kjól á brúðkaupsdeginum. Á föstudeginum var veisla haldin í París þar sem hún klæddist flegnum látlausum síðkjól með hárri klauf.
Gæsaveislan hennar Kim var svo haldin á fimmtudeginum. Þar klæddist hún glæsilegum Balmain kjól.
Ég bíð svo spennt eftir er að sjá myndir litla krúttinu henni North West á brúðkaupsdeginum. Sú litla hefur að öllum líkindum verið í rándýrum, krúttlegum kjól.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com