Það muna líklega allar stelpur og konur eftir því þegar þær byrjuðu fyrst á blæðingum.
Ég man ekkert svakalega nákvæmlega eftir mínu fyrsta skipti en ég man að það var nokkrum vikum eftir ellefu ára afmælið mitt og ég var svo hrædd við þetta fyrirbæri að ég þorði ekki einu sinni að segja mömmu frá og stal frekar innleggjum eða dömubindum hvert sem ég fór.
Það eru svo margir mismunandi samfélagslegir og félagslegir þættir sem ég gæti farið í að greina til að reyna að finna út úr því af hverju ég skammaðist mín svona mikið fyrir einhvern fullkomlega eðlilegan hlut sem ég hafði enga stjórn á en það væri líklega efni í heila bók.
Einn ‘gullmolinn’ sem hún lét út úr sér var til dæmis að við ættum að þefa af notuðu dömubindunum okkar svo við myndum þekkja lyktina. Þá vissum við ef það væri komin svona lykt af okkur og hvenær við ættum að skipta um bindi…
Sem betur fer náði ég þó að komast yfir skömmina þó ég sé enn að vinna í hatri mínu á eigin blæðingum þar sem ég fæ oft það slæma verki að ég á erfitt með að gera annað en að liggja.
Þessi auglýsing, sem er um þessar mundir að gera allt vitlaust í Bandaríkjunum, minnti mig á þennan “skemmtilega” tíma sem upphaf blæðinga er og lét mig hugsa um það hvað viðhorf til þessa ástands gæti verið allt annað ef dömubinda og túrtappa auglýsingar hefðu ekki alltaf bara sýnt ofurglaðar konur í hvítum buxum hoppandi um fagurgræn engi, veifandi pastellituðum klútum (sem er líklega akkúrat andstæðan við það sem mig langar að gera þegar ég er á blæðingum) og ef umræðan í samfélaginu hefði verið öðruvísi:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=0XnzfRqkRxU[/youtube]
Þó mamma hafi talað við mig og frætt mig um það sem ég þurfti að vita þegar ég byrjaði á blæðingum þá var öll fræðsla í skólanum mínum algjörlega fáranleg.
Ég, og hinar fjórar stelpurnar í bekknum mínum sem voru byrjaðar á blæðingum, vorum kallaðar á fund hjá skólahjúkrunarfræðingnum svo hún gæti nú frætt okkur um allt sem viðkemur þessu fyrirbæri. Hún náði einhvernvegin alltaf að gera hlutina verri en þeir voru áður en hún fór að skipta sér af og þetta skipti var ekki öðruvísi. Einn gullmolinn sem hún lét út úr sér var til dæmis að við ættum að þefa af notuðu dömubindunum okkar svo við myndum þekkja lyktina. Þá vissum við ef það væri komin svona lykt af okkur og hvenær við ættum að skipta um bindi…
Mér persónulega finnst þessi auglýsing hér að ofan algjört æði. Ég sé fyrir mér að tilfinningar mínar gagnvart því að byrja á blæðingum hefðu verið allt öðruvísi hefðu auglýsingar af þessu tagi verið í gangi þegar ég var yngri.
Það hefði líka örugglega verið rosalega gott að fá svona “care package” mánaðarlega sem hefði jafnvel gert blæðingarnar aðeins skemmtilegri!
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.