Fyrsta ilmvantslína L’Occitane ilmar af Frakklandi – Dulúðlegur ferskleiki

Fyrsta ilmvantslína L’Occitane ilmar af Frakklandi – Dulúðlegur ferskleiki

fotorcreatedÉg hreinlega stenst ekki mátið, spreyja “örlitlu” á mig áður en ég sest og rýni yndislega ferska Verbena ilm L’Occitane.

Verbena, eða Verveine á frönsku, var fyrsta ilmvatnslína L’Occitane. Í tilefni af 40 ára afmæli L’Occitane kynnir félagið línu í takmörkuðu magni úr þessari krydduðu jurt, í umbúðum sem prýddar eru grænum skálínum.

co_co_verbena

Morgundöggin gefur Verbena laufunum sem plantað er í snyrtilegar raðir raka sem fyllir morgunloftið með hressandi endurnærandi ferskleika. Þessi ástkæri ilmur frá L’Occitane minnir víst fullkomlega á ilminn af uppskerunni í Drome á Provence svæðinu.

Ilmur Verbena er sterkur, umvefjandi og dásamlega léttur. Hann á að hafa þessa hráu sítrónutóna, grænna laufanna þegar þeim er nuddað saman milli fingranna á sumardögum. Ilmurinn á að vera verbena sem sannarlega og einfaldlega ilmar eins og verbena.savon_verveine

Nú hef ég ekki nuddað saman Verbena jurtinni í lófum mér né þá farið til Frakklands! En mér hefur alltaf fundist Verbena ilmir L’Occitane ilma eins og ég myndi halda að Frakkland ilmi. Dulúðlegur ferskleiki.

Ég hef fyrir framan mig Verbena Eau de Toilette og tvö sápustykki bæði í fallegum umbúðum. Sápan er tilvalin tækifærisgjöf fyrir góða vinkonu eða sjálfa þig. Ilmurinn er fullkominn fyrir þær okkar sem vantar að lyfta andanum og auka á ferskleikann dagsdaglega.

umfjollÉg smelli fimm stjörnum af fimm á L’Occitane fyrir þessa afmælislínu 5 Stars (5 / 5)

 

 

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest