Pjattrófunum barst bréf frá lesanda. Það hljóðar svo:
Getið þið “rófurnar” bent mér á búð hér á landi þar sem ég get keypt mér almennilega karlmanns tösku? Ég er að leita að hliðartösku (ekki leður) sem ég get sett svona helstu hluti í þegar ég er að hjóla á milli heimilis og vinnu. Ég þoli ekki að vera með bakpoka. Ef þetta er spurning um stíl þá er ég oftast í gallabuxum og bol + jakka frá Levi’s (casual fötin) eða í Nike bolum og stuttbuxum við (sport lúkkið).
Btw. Hvaða herrailmir eru heitastir í dag?
Ég er með þessa í safninu mínu:
> Essential (Lacoste)
> Eternity (Calvin Klein)
> BOSS (Hugo Boss)
> The One (Dolce & Gabbana)
> Signature (David Beckham)
> Only the Brave (Diesel)
Hverju ætti ég að bæta við? Ég var að spá í Coolwater eða CK Free fyrir sumarið þar sem ég er alltaf í íþróttum og sundi.
Kveðjur,
Sveinsson
Hér kemur svarið:
Sæll Sveinsson,
Miðað við lýsingu þína á fatastíl og íþróttaáhuga þá myndi ég leggja leið mína í Útilíf að kíkja á flottar töskur frá Adidas, Nike og Hummel eða í Smash, þar ættu að fást töff hliðartöskur frá t.d. Carhart og Stussy.
Svo er hægt að fá mjög flottar töskur frá Paul Smith, Diesel og Fred Perry í ýmsum netverslunum og þær finnur þú bara með að googla merkin. Ég er ekki búin að athuga í Nikita búðinni en ég ímynda mér að þau hljóti að eiga súperkúl hliðartöskur í strákamerki sínu Atikin og svo er Brim líka oft með töff töskur frá Billabong.
Í sambandi við herrailmina þá sýnist mér þú eiga marga af heitustu ilmunum og myndi ég hiklaust velja CK Free framyfir Coolwater fyrir sumarið, ekki vegna þess að coolwater sé neitt slæmur kostur, hann var bara svo svakalega vinsæll árin 1990-2000 að maður er kominn með hálfleið á honum og CK free er nýr og ferskur ilmur sem ekki hefur verið ofnotaður.
Vona að þessar upplýsingar komi þér að einhverju gagni og læt nokkrar myndir fylgja með til innblásturs 😉
Bestu kv. Vala
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.