Við Pjattrófur fengum fyrirspurn frá lesanda sem hljómar svona:
Sælar Pjattrófur 🙂 Glæsileg síða hjá ykkur.
Fylgist með daglega og mörg góð ráð sem þið hafið gefið mér en það er eitt sem mér þótti væntum að vita… Ég er rosa fljót að fá baugu undir augun og þarf varla vera nema örlítið þreytt eða eitthvað í gangi og pokarnir eru mættir. Hef prófað alskyns baugakrem og borgað tugi þúsunda fyrir sum þeirra. Vitið þið um eitthvað augnkrem sem VIRKAR vel?
Svar:
Þetta er nokkuð augljóslega vandamál sem á upptök sín í starfsemi líkamans og helst dettur okkur í hug að þetta sé bjúgur. Við ráðleggjum þér þessvegna að forðast salt og drekka meira af vatni án þess að fara overboard í því 😉 .
Grænt te er vatnslosandi og það er til brilliant augnkrem með grænu tei í frá Origins sem heitir ”A perfect world” for eyes. Fæst í Hagkaup og e-m fleiri snyrtivörubúðum og apótekum. Blautir og kaldir tepokar, t.d. af græu eða kamillute, eru líka þrælgóðir til að draga úr þessu.
Taktu járn til að laga blóðflæðið. Oft verðum við t.d. þreytulegar og þrútnar kringum blæðingar og þá er virkilega gott að taka járn. Mælum með Floradix formúlunni sem fæst í öllum apótekum. 100% náttúrleg.
Til að fela baugana skaltu nota góða hyljara en þeir eru t.d. mjög fínir frá Clinique og Chanel. Passaðu þig að nudda aldrei mikið í kringum augun því þetta er viðkvæmt svæði.
Hér er svo hellingur af góðum ráðum við baugum.
Gangi þér vel!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.