Edda Pétursdóttir er ein farsælasta íslenska fyrirsætan í dag og skildi engan undra.
Sérstæða hennar er fallega frekknótta húðin og möndlulaga augun. Hún hefur verið í bransanum frá því að hún vann Ford keppnina 1998 aðeins 14 ára.
Edda hefur búið og starfað í New York síðan 2004 og við sáum hana t.d. í stórum myndaþætti í Marie Claire í ágúst í fyrra en sá var tekinn í Bora Bora. Edda starfar aðallega i Bandaríkjunum en hefur samt fengið verkefni ut um allan heim.
Ég fann ekki margar myndir af henni frá tískusýningum en árið 2008 sýndi hún fyrir Costello Tagliapietra, Diane von Furstenberg, Douglas Hannant, Malandrino, Naoki Takizawa, Threeasfour og Tuleh.
Edda virðist ekki hafa helgað sig catwalkinu enda kröfur um ummál ofboðslega strangar sem getur reynst fyrirsætum mjög erfitt en Edda er í hópi “heilbrigðra” fyrirsætna; hún er grönn án þess að vera of grönn og heldur sér i formi með því að stunda jóga. Mig minnir að hún hafi líka verið í ballett á sínum yngri árum og man eftir ofboðslegra fallegri mynd af henni þar sem hún fer í “brú” enda kattliðug stelpan…
Flott stelpa og alltaf gaman þegar maður rekst á hana í tískublöðum.
myndagallery coming…
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.