Ég var að renna yfir herlegheitin á Vogue síðunni style.com þegar blikkandi auglýsing Bumble and Bumble vakti athygli mína, enda sýndist mér íslenska fyrirsætan, Matta, vera nýja andlit þeirra.
Matthildur Lind Matthíasdóttir hefur getið sér gott orð í fyrirsætuheiminum frá því hún var uppgötvuð 14 ára.
Matta vann Ford keppnina 16 ára og fékk í framhaldi samning hjá Ford. Hún hefur unnið í Mílanó, London, París, Tokyo og Kína og er nú búsett í New York þar sem hún kann best við sig.
Hún hefur setið fyrir hjá tímaritum á borð við Nylon, Marie Claire, Harpers Bazaar og V magazine svo fátt eitt sé nefnt. Hennar stærsta verkefni til þessa er þó Diesel herferðin fyrir haust og vetrarlínuna „Be stupid“ en hún sat einnig fyrir í sumarherferð Diesel sem nefnist „Sex sells“.
Matta er með lýtalausa húð og frísklegt útlit, afskaplega glæsileg stelpa með svakalega fallegt sítt hár eins og sjá má í þessu myndbandi frá Bumle and Bumle:Bumble&Bumble
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.