Fjórir kátir karlar í frumlitunum sem syngja og tralla fyrir krakkana. Frábær hugmynd? Svo sannarlega…
… en mögulega er ekkert nýtt undir sólinni. Svo segir að minnsta kosti í góðri bók.
Árið 1991 var hljómsveitin The Wiggles stofnuð í Ástralíu af tveimur mönnum, þeim Anthony Field og Jeff Fatt sem lögðu stund á leikskólakennaranám. Hringir þetta bjöllum? Já! Bæði Haraldur F Gíslason og Heiðar Örn Kristjánsson eru menntaðir tónlistarmenn og starfa jafnframt sem leikskólakennarar.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=NBWQCHb95rg[/youtube]
The Wiggles hafa á þessum 25 árum frá stofnun hljómsveitarinnar skipað sér sess sem helstu barnaskemmtikraftar Ástralíu. Þeir sjá bæði um þætti í sjónvarpi, gefa út plötur og vinna margskonar skemmtiefni fyrir börn. Jafnframt eiga The Wiggles einkaleyfi á ‘konseptinu’ sem þeir selja áfram til annara þjóða.
Nú er spurning hvort Pollapönkið hafi sótt sér innblástur til dillibossanna (wiggles) hinu megin á hnettinum eða hvort þetta einskær tilviljun?
Hvað heldur þú?
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.