Lena Dunham varð fljótt að einni fyrirmynd minni því hún kemur til dyranna eins og hún er klædd. Bókstaflega.
Hún er alveg æðislega fyndin, hefur húmor fyrir sjálfri sér, er stolt af sér og sínum og syndir á móti straumnum.
Ég sá Lenu fyrst þegar ég byrjaði að horfa á þættina Girls, algjörir snilldar þættir sem hægt er að nálgast á HBO.
Það sem greip mig fyrst við þættina er hversu vel er hægt að tengja við allar persónurnar í þeim. Það eru allir svo raunverulegir og eðlilegir þarna. Enginn gervilegur Hollywood smurningur á öllu eins og svo oft vill vera í sjónvarpsþáttum og þá sérstaklega þar sem konur leika aðalhlutverkin.
Frábært að fá raunverulega sjónvarpsþætti um stelpu/konur
Í þáttunum sýnir Lena hvernig það er að vera ung kona á þrítugsaldri og hversu flókið það getur í raun verið. Hún er ekkert að skafa af því og fyrir mér var þessi viðbót í nútíma þáttaseríur mjög nauðsynleg.
Það er magnað að fá smá svona ‘reality check’ í gegnum það að horfa á sjónvarpsþætti.
Hún er alveg ófeimin við að birta myndir af sér fáklæddri og hefur því miður fengið neikvæð viðbrögð við því, af því hún er ekki í ræktinni hálfan sólarhringinn að borða salat og þurrar kjúklingabringur þess á milli.
Lena er bara venjuleg kona þegar kemur að vaxtarlaginu og Lena krafðist þess bara að fólk sætti sig við það. 👊🏼
Hér koma nokkrar myndir af þessari frábæru leikkonu sem ég fékk að stela af Instagramminu hennar og hér og þar á netinu. Lena Dunham er æðisleg!
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður