Ég elska beikon. Elska það, elska og elska. Mín vegna mætti vera beikon með öllum mat. Þú manst kannski eftir þessari uppskrift af krydduðu karamellubeikonpoppi sem ég deildi hérna fyrir stuttu.
Ég á líka varasalva með beikonbragði. Eins ætla ég að prófa að baka súkkulaðibitakökur með beikonkurli fljótlega. Ljómandi góði beikonvarasalvinn minn. Ég keypti hann í Megastore í Smáralindinni. Ég ofandaði örlítið við þennan fund. Merkileg upplifun að vera stöðugt með beikonbragð á vörunum.
Það er fullt af öðrum beikonvarningi sem ég væri vel til í að eignast. Nú eða allavega prófa. Svona einu sinni. Kíktu á myndirnar og reyndu ekki að sannfæra mig um annað en að þú sért hjartanlega sammála mér.
Guðrún Veiga er mannfræðingur að mennt. Týpískt naut, kann vel að meta veraldleg gæði og þrjósk með eindæmum, fagurkeri og eyðslukló.
Naglalökk eru hennar helsti veikleiki og líkamsrækt stundar hún ekki en viðheldur brennslunni með óhóflegri kaffidrykkju.