Hvernig er best að ala upp skilnaðarbörn svo sálarlíf þeirra verði fyrir sem minnstu hnjaski?

Hvernig er best að ala upp skilnaðarbörn svo sálarlíf þeirra verði fyrir sem minnstu hnjaski?

whosthedaddy

Uppáhalds íslenska grínið mitt síðustu árin kemur frá stelpuhóp sem kallar sig Pörupilta.

Þær eru svokallaðir Drag-Kóngar… konur sem leika karla – og mér finnst þær alveg geðveikislega fyndnar! Fyndnari en mið-Ísland, fyndnari en Steindi, fyndnari en allir þessir strákar sem sperra sig hér hægri vinstri. Þær eru í stuttu máli algjörir snillingar.

poru
Naglar. Nonni Bö: Alexía Björg Jóhannesdóttir. Dóri Maack: Sólveig Guðmundsdóttir. Hemmi Gunn: María Pálsdóttir.

Á sunnudagskvöld fer ég í Tjarnarbíó að sjá nýjustu sýningu þeirra sem heitir Who’s the Daddy. Þetta mun vera einlæg og opin sýning þar sem flókin tilfinningasambönd karlmanna eru afhjúpuð. Og svo fer allt í fokk…..

Þetta er uppistand um föðurhlutverkið, barnauppeldi og hjónaskilnað.

Pörupiltar fræða, ræða og svara þeim fjöldamörgu spurningum sem brenna á foreldrum, stjúpforeldrum, helgarmömmum og helgarpöbbum.

Hver er munurinn á viku og viku og langri helgi?
Hvernig virkar tinder?
Hvernig er best að ala upp skilnaðarbörn svo sálarlíf þeirra verði fyrir sem minnstu hnjaski?

Þær segja að þetta sé sýning fyrir allar konur sem vilja skilja karlmenn.. eða skilja við karlmenn. Af því ég er svo svakalega peppuð fyrir þessu togaði ég í spotta og græjaði afsláttarkóða fyrir lesendur Pjattsins!!

Kóðinn er: pjattdaddy – sláðu hann inn þegar þau kaupir miðann á midi.is og þú færð miðann á 3400 í stað 3900 ef þú notar kóðann. 

Ég er sjálf búin að kaupa 3 miða! Komdu í Tjarnarbíó næsta sunnudag kl 20:30. Getur tekið unglinginn með… eða karlinn… eða vinkonu… eða langömmu þína. Komdu bara. Það er svo gaman að hafa það gaman!

#styðjumkonur #styðjumlist #styðjumíslenskt #gottglens

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest