Í vor var mér gefið armband með fallegum boðskap. Á armbandinu stendur einfaldlega “Live” og átti það að minna mig á að tapa mér ekki í amstri dagsins og lífsgæðakapplhlaupinu heldur muna eftir því að njóta lífsins og LIFA.
Mér finnst gott að hafa þetta látlausa litla armband til áminningar og er enn ánægðari að vita að þetta er armband sem gefur af sér.
SEVA armböndin eru handgerð og þúsund krónur af söluverði þeirra fer til góðgerðamála.
Seva þýðir að gefa af sér til náungans. Hvort sem það er sjálfboðastarf, gefa til góðgerðamála eða lyfta einhverjum upp með brosinu einu saman með öðrum orðum að láta gott af sér leiða.
Armböndin eru úr silfri og sterkum þræði og fást í mörgum litum með mismunandi boðskap á My Concept Store – falleg gjöf fyrir góðan málstað.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.