Um daginn fjallaði Vala um verslun á Laugavegi sem heitir KIOSK, þessi verslun er í eigu 9 hönnuða sem skiptast á að sitja vaktir og selja fallega hönnun…
…Einn af þessum hönnuðum er Hlín Reykdal. Hlín Reykdal útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2009, með B.A. gráðu í fatahönnun. En það var um sumarið 2007 sem að Hlín byrjaði að hanna fylgihluti sem voru seldir í versluninni Belleville í Reykajvík en einnig í verslun danska hönnuðarins Henrik Vibskov í Kaupmannahöfn, ekki slæmt það!
Í dag vinnur Hlín að gerð fylgihluta fyrir börn og fullorðana. Meðal þess sem hún er að gera eru hárbönd og húfur fyrir börn og hálsmen, kragar og töskur fyrir fullorðana. Mjög fallegir og litríkir hlutir sem væru til dæmis frábærir í jólapakkann.
Endilega kíkið við í KIOSK á Laugavegi 33 og skoðið gersemarnar sem eru þar í boði.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.